Einu sinni voru tvær villur...

Hvernig er það eiginlega - er til of mikils ætlast að fréttamenn lesi yfir textana sína áður en fréttir eru settar í loftið?

Frétt af mbl.is

Stefndi vegfarendum í hættu
Innlent | mbl.is | 15.6.2009 | 0:01

 Lögreglan á Egilsstöðum hafði fyrr í kvöld afskipti af manni vegna undarlags aksturslags sem talið var stefna öðrum vegfarendum í hættu. Fjöldi ökumanna tilkynnti um akstur mannsins til lögreglu.

Tveir lögreglubílar fóru á staðinn og þurftu að aka sitt hvoru megin við bílinn til að stöðva ökumanninn.

Fór svo að lokum að maðurinn ók bíl sínum utan í aðra lögreglubifreiðina og olli á henni minniháttar skemmtum.

Við eftirgrennslan kom í ljós að aksturlagið mátti rekja til sjúkdóms mannsins.

Ekki fæst uppgefið hvaða sjúkdóm hann á við að stríða.


mbl.is Stefndi vegfarendum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að kenna okkur betri stafsteningu. Þetta er aðalfréttin sem stoppaði á mbl.is þegar dagvaktarmennirnir fóru heim og næturvaktin tók við. Ég vona að mbl.is taki aftur upp fréttina af viðbrögðum Obama við Netanyahu ræðunni. Hugsanlega gæti þetta verið byrjunin á sögulegum friðarsamningaviðræðum. Frábært a.m.k. að þeir svari ræðum hins. Skilyrði Netanyahu eru frá mínum sjónarhól svolítið mikið út úr kú... en ég er á Íslandi.

Káta (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband