Loftnetssjónvarpið "uppfært"

Á mbl.is er að finna eftirfarandi frétt (sem einhverra hluta vegna er ekki hægt að tengja beint við blogg eða senda á facebook).

Af inngangi fréttarinnar má skilja að sjónvarpsútsendingum í BNA gegnum loftnet verði alfarið hætt á tilgreindum tíma, en það stemmir frekar ílla við titilinn sem virðist gefa til kynna að loftnetsútsendingar verði endurbættar, þ.e. uppfærðar.

Þarna ruglar greinarhöfundur (væntanlega réttara að segja þýðandi) saman hugtökunum "uppfærsla" og "útskipting".

Eitthvað virðist hafa verið um að lesendur hafi sent Mbl athugasemdir vegna fréttarinnar og er búið að bæta við hana klausu neðst um að ofmælt hafi verið í fyrri útgáfu fréttarinnar að umskiptin þýddu dauða loftnetssjónvarps vestanhafs og að það hafi verið leiðrétt.

Hvar er leiðréttingin? Fréttin sjálf er óbreytt!

--------------------------------------------------

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.6.2009 | 20:57

Loftnetssjónvarpið uppfært

Frá og með klukkan eina mínútu yfir miðnætti í kvöld að bandarískum tíma munu hefðbundnar sjónvarpsútsendingar með loftneti heyra sögunni til. Upphaflega stóð til að tímamótin yrðu í febrúar en þeim var frestað vegna tæknilegra örðugleika.

Þess í stað munu Bandaríkjamenn frá og með morgundeginum horfa á sjónvarpið í gegnum stafrænar útsendingar sem taka þar með við af hliðrænum sendingum.

Sjónvarpið gegnir stóru hlutverki í lífi margra Bandaríkjamanna og féllst Bandaríkjaþing á að fresta breytingunni af tillitsemi við um 6,5 milljón heimili sem ekki voru undir umskiptin búin.

Aðallega var um að ræða fatlað fólk og eldri borgara sem áttu erfiðara með að ná sér í nauðsynlegan búnað en aðrir.

Sérstök hjálparsímalína, 1-888-CALL-FCC, hefur verið opnuð af þessu tilefni.

Ofmælt var í fyrri útgáfu fréttarinnar að umskiptin þýddu dauða loftnetssjónvarps vestanhafs og hefur það verið leiðrétt. Lesendum er þökkuð ábendingin.

--------------------------------------------------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband