Rangfærslur

Eftir því sem ég kemst næst, þá er breska flugfélagið Astraeus í 100% Northern Travel Holding sem einnig á Sterling flugfélagið í Danmörku og íslenska félagið Iceland Express. NTH er í eigu íslenska aðila, þar á meðan Fons og Sunds.

 Af vef Astraeus (http://www.flystar.com/history.html):

"In late 2007 Astraeus Airlines became a 100% subsidiay of Northern Travel Holding (NTH) an Icelandic based travel group that also owns Iceland Express in Iceland and Sterling Airlines in Denmark".

 


mbl.is FÍA hvetur fólk til að styðja íslenskt flugfélag, ekki breskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andy Pipkin

Sennilega allt rétt hjá þér.   En þeir eru ekki með íslendinga í vinnu og það er það sem þetta snýst um.

Andy Pipkin, 17.10.2008 kl. 10:29

2 identicon

Ég veit ekki hvort þeir eru með íslenska flugmenn, en ég veit að flugfreyjurnar eru íslenskar og hafa alltaf verið það í þau skipti sem ég hef flogið með IE.

Karma (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:46

3 identicon

Flugfélagið (Astreus ekki farmiðasalan IE) flýgur ekki á Íslenskum flugrekstrarleifum og hefur svo gott sem eingöngu erlent vinnuafl við að fljúga flugvélunum sínum auk þess að vera staðsett í Bretlandi. Það að eitthvað fjárfestingafélag á íslandi hafi eignarhaldið á þessu félagi þá gerir það þetta félag ekkert að íslensku fyrirtæki. Með þessum rökum sem þú hefur má allt eins segja að Magazin du Nord í Köben sé íslenskt fyrirtæki (ennþá...).

Ólafur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:51

4 identicon

Meginatriðið er að sjálfsögðu hvert félögin skila sínum sköttum og skyldum, ég efast um að breska félagið Astreus skili einu né neinu í íslenskt þjóðarbú...

Ef félagið greiðir eigendum sínum arð er heldur engin trygging að sá gjaldeyrir rati til landsins eins og oft hefur sýnt sig.

Fyrirsögnin þín á heldur ekki við rök að styðjast þar sem engar rangfærslur eru í þessum fullyrðingum.

VELJUM ÍSLENSKT!!!

Nonni (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:03

5 identicon

Hvernig væri nú að allir væru vinir í þessu ástandi og IE gerðu samning við Loftleiði um leigu á vélum og íslenskri áhöfn. Þeir hafa allavega getað leitað til þeirra þegar MD-80/90 vélarnar hjá þeim hafa verið að bila.

Væru þá ekki allir sáttir og skattar, skyldur og störf hættu að renna til Breska heimsveldissins....

Ólafur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:13

6 identicon

þetta snýr bara að kjarasamnings málum flugmanna. Ekki halda að þeim sé ekki skítsama um þetta, vilja bara hafa íslendinga í forgang (einokun) og þar með tryggt sér hærri tekjur og þar af leiðandi hærri farmiðagjöld til okkar hinna. Þetta er blekking. Auk þess fá þessir strætóbílstjórar háloftanna alltof há laun.

Birgir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 15:45

7 identicon

Ég er alveg sammála þessu. Peningarnir fara úr landi til að borga þessu breska flugfélagi eða þeir fara til að halda uppi Sterling. Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason keyptu og seldu sín á milli, hirtu gróðann og íslenska þjóðin situr uppi með skuldirnar. Ég mun aldrei fljúga með Iceland Express!

Haukur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband