1.9.2009 | 22:10
Hvað var þeim "sagt"?
Uppsagnir hjá Nýherja
Ellefu starfsmönnum hjá fimm fyrirtækjum innan Nýherja-samstæðunnar var sagt í ágúst vegna breyttrar verkefnastöðu. Hafa uppsagnirnar þegar tekið gildi.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir í samtali við mbl.is að um 470 manns starfi nú hjá Nýherja og dótturfyrirtækjum þess. Hann segir að með uppsögnunum sé fyrirtækið að aðlaga sig að breyttu umhverfi og þeirri verkefnastöðu sem liggi fyrir.
Við, sem þjónustufyrirtæki í ráðgjafastarfsemi, aðlögum okkur að þessu umhverfi sem við erum í. Þetta er ein leiðin. Önnur leiðin er sú, sem við höfum mikið farið, er að mikið af okkar ráðgjöfum og sérfræðingum hafa verið að starfa erlendis, eða í erlendum verkefnum sem við erum búnir að afla síðustu mánuðum. Mikið af hugbúnaðarfólki og sérfræðingum sem hafa verið í því núna. Við erum svona meira að horfa til þess og fá hingað verkefni erlendis frá, sem við erum að vinna í, segir Þórður.
--------------------------------------------------------------------------------
Eins og glöggir lesendur hafa kannski rekið augun í, þarfnast rauðmerktu setningarnar í síðustu málsgrein fréttarinnar nokkurrar lagfæringar við. Sökum plássleysis verður slíkum leiðréttingum þó ekki komið við hér að sinni.
Uppsagnir hjá Nýherja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.