"Pissustaður" - "að Dalbraut" ...

Innlent | mbl.is | 30.8.2009 | 07:12

Eldsvoði Dalbraut í nótt

Töluverðar skemmdir urðu í eldsvoða í vídeóleigu Laugarásvídeó við Dalbraut 1 í Reykjavík í nótt.

Slökkvilið fékk útkall um klukkan hálffjögur í nótt. Þá logaði töluverður eldur í videóleigunni. Slökkvistarf gekk vel.

Í húsinu eru auk vídeóleigunnar, hársnyrtistofur og pissastaður. Þá eru a.m.k. sex íbúðir í húsinu en ekki kom til þess að rýma þyrfti íbúðirnar.

Eldsupptök eru ókunn en grunur er um íkveikju.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins óskaði eftir aðstoð Rauða krossins vegna brunans rétt fyrir klukkan hálffimm í morgun. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins mættu á vettvang. Þeir veittu íbúum aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðluðu upplýsingum. Auk þess var útveguð gisting fyrir þrjá einstaklinga sem ekki gátu dvalið í húsinu vegna reykjarlyktar. Hundi í eigu heimilisfólks var sömuleiðis útveguð gisting.

Í tilkynningu Rauða krossins segir að fólkinu verði boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.

 

--------------------------------------------------------------------------------

Var þetta semsé svona færanlegur eldsvoði sem var færður að Dalbrautinni?

Svo er nú yfirleitt talað um pítsu- eða pizzustaði.

Það er samt pæling hvort að þessu pissustaður að Dalbraut sé mikið notaður?  :P

Annars má telja fréttahöfundi það til tekna að hann talar um að fólki hafi verið veittur sálrænn stuðningur í stað þess að halda á lofti orðinu áfallahjálp, sem hefur verið ofnotað síðustu misseri ( áfallahjálp er í raun aðstoð við fólk sem ekki hefur náð að vinna sig út úr sálrænum eftirköstum atburðar þótt liðinn sé nokkur tími frá því hann átti sér stað).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er ekki rangt við að tala um 'að' einhverjum stað. rétt eins og fólk á heimili að heimilum sínum. 

Brjánn Guðjónsson, 30.8.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband