"Flatus" kannski vísun í flatlendi?

Ég hef oft velt því fyrir mér á ferðum mínum gegnum Kollafjörðinn hver þessi Flatus sé eiginlega. Það sem mér hefur helst dottið í hug er,  þar sem þetta er lægsti punkturinn sem vegurinn um Kollafjörðinn liggur um, að Flatus sé vísun í flatlendi. A.m.k. finnst mér það sennilegri skýring en þær sem minnst er á í greininni.

En frá því ég veitti Flatusi eftirtekt fyrst hefur hann flakkað vítt og breitt um vegginn. Núna er hann staðsettur nálægt vinstri enda veggsins, en þar birtist hann eftir að auglýsingaskilti (skemmdarverk?) var sett upp fyrir miðbik veggsins. Þar undir stóð í eina tíð "Flatus lifir enn" en sú áletrun birtist eftir að fyrri holdgerving Flatusar hafði gufað upp.

Ég held það sé nokkuð ljóst, að á meðan þessi veggur stendur, mun Flatus alltaf verða þar á ferli.

 


mbl.is Flatus lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband