skrúfu(þotur)

Erlent | mbl.is | 4.8.2009 | 09:01

Þotan hafnaði á flugturni

Flugstjóri lést og að minnsta kosti tíu farþegar slösuðust þegar þota með um 70 manns innanborðs rann út af flugbraut og hafnaði á flugturni á ferðamannaeyjunni Koh Samui, sunnan við Bangkok í Tælandi.

 

----------

Mig grunar að greinarhöfundur (meina þýðandi) hafi undir höndum ansi einhæfa orðabók sem hann hafi haft til halds og trausts við þýðingu þessarar fréttar, svona í ljósi þess að hann talar allstaðar um "þotu" en ekki skúfuþotu.

Ímynda mér að færslur í téðri orðabók líti út einhvern veginn á þennan veg:

aircraft = þota
airplane = þota
jet = þota
turboprop = þota

En til þess að eyða allri óvissu, þá er rétt að árétta það hér að flugvélin, sem er af gerðinni ATR-72, flokkast sem skrúfuþota (e. turbo-propeller aircraft) en ekki þota. 


mbl.is Þotan hafnaði á flugturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðið einkennandi fyrir blaðamenn mbl.is hversu fréttir eru illa unnar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband