"Maður drepinn"

Bara velta fyrir mér þeirri áráttu að nota fullyrðingar þegar fjallað er um tillögur...

"Bílprófsaldur hækkar í 18 ár" er villandi fyrirsögn því hún gefur til kynna að þessi tillaga sé orðin að lögum, þó að svo sé ekki. Réttara væri að segja "Bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár".

Þetta er svipað og að nota titilinn "maður drepinn" um frétt sem segði frá því að einhver hefði í hyggju að drepa annan mann (en væri ekki búinn að því).

 

 


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér. En eins og Mogginn er orðinn óvandaður fréttamiðill spá þeir ekkert í það. Þeir velja sér frekar grípandi fyrirsagnir sem þessi er svo sannarlega, heldur en rétta fyrirsögn.

Gunnar Ó. (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband