17.6.2009 | 23:43
Dularfullt atvikasamband milli tveggja aðskildra verknaða + sjálftendrandi kveikjari
Gáleysi olli bílabruna
Jepplingur og fólksbifreið brunnu til kaldra kola í Skyggnisskógi um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi atvikaðist slysið þannig að tvö ungmenni voru að hella bensíni á aðra bifreiðina.
Þau gengu frá bensínbrúsanum inn í bifreiðinni og létu trektina á milli sætanna. Vildi þá svo óheppilega til að einn viðstaddra dró upp kveikjara með þeim afleiðingum að eldur gaus upp.
Brunavarnir Árnessýslu komu frá Laugarvatni og slökktu eldinn.
----------
Fólst slysið semsé í því að það var verið að hella bensíni á aðra bifreiðina (en ekki í því að það kviknaði í hinni eftir að búið var að ganga frá brúsanum þar)? Og er semsé nóg að draga upp kveikjara til þess að eldur brjótist út? Þarf ekki að tendra kveikjarann...?
Gáleysi olli bílabruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Eða bera hann upp að eldsmatnum
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:58
Vó maður, ertu að leita að villum á Mogganum? Þú verður að því allan sólarhringinn. Af nógu er að taka.
Á hinn bóginn getum við litið á þetta sem súrrealíska frásögn. Hún á ekkert að meika sens.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2009 kl. 00:10
Við þetta má svo bæta. Hvers vegna í ósköpunum helltu ungmennin bensíni á bifreiðina? Er það ekki stórhættulegt? Ég tel líklegra að þau hafi hellt í bensíntank bifreiðarinnar...
Kurdor (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.