Færsluflokkur: Menntun og skóli

Smávægilegar óþarfa upplýsingar til viðbótar við frétt

Þar sem blaðamaður Mbl.is virðist hafa klárað vaktina áður en fréttin var fullbúin datt mér í hug að smella hér inn nokkrum punktum sem tengjast innihaldi fréttarinnar lauslega:

* Vélin brotlenti nálægt borginni Trier í vesturhluta Þýskalands, skammt frá landamærum Lúxemborgar
* Um var að ræða einkaþotu af gerðinni Cessna 501 Citation I
* Vélin var skráð í Bandaríkjunum og bar skráningarnúmerið N452TS

 

 


mbl.is Flugvél brotlenti í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdastjóri Bíla-Áttunnar verður framkvæmdastjóri Bíla-Áttan.

Nýjustu fréttir:

Blaðamaður Kópavogspósturinn gleymir að fallbeygja nafnorð fyrirtækið Bíla-Áttan. Blaðamaður Morgunblaðið tekur ekki eftir villan við endursögn fréttin.

 

 

 


mbl.is „Hverfið fer í taugarnar á fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stór hluti húsnæðisins óvelkominn og samkvæmið því rýmt"

Innlent | mbl.is | 5.12.2010 | 07:06

Rýma þurfti unglingasamkvæmi

Um miðnættið var lögregla kölluð til að húsi í Salahverfi í Kópavogi en þar hafði ungmenni misst stjórn á samkvæmi.  Lögregla rýmdi húsnæði en mikill fjöldi manns var í því og stór hluti þess var óvelkominn.

 

-----

Alltaf gaman af skopsögunum hjá lyklaborðspikkurunum Mbl.is - stöðugt fundin ný sjónarhorn á hugtök og orðatiltæki :D


mbl.is Rýma þurfti unglingasamkvæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íhluti með smíðisgalla"

Þýðendur hjá Mbl.is virðast stunda massíva nýyrðasmíði í bítið :-)


-----

Tækni & vísindi | mbl.is | 2.12.2010 | 06:50

Smíðisgalli í Rolls Royce hreyflum A380-þotunnar

Ástralskir sérfræðingar í flugslysarannsóknum hafa leitt í ljós alvarlegan framleiðslugalla í Rolls-Royce hreyflum risaþotunnar Airbus A380. (Íhluti) Íhlutur hafi farið úr skorðum og núið gat á olíuleiðslu sem leiddi til leka og á endanum eldsvoða í hreyflinum.

Ástr(a)ölsku tæknimennirnir segja að um sé að ræða alvarlega ógn við öryggi flugvéla með hinum tilgreinda hreyfli, Trent 900. Gallinn gæti leitt til stórslyss af völdum olíuleka í hreyflinum. Leggur ástralska samgönguöryggisstofnunin (ATSB) hart að Rolls-Royce að ráða þegar bót á gallanum. 

Segir ATSB að talið að rekja megi orsakir þess að íhlutur í mótornum hafi gengið úr skorðum til (smíðis-) smíða- og samsetningarferlis hreyfilsins. Lagt er að flugfélögum að skoða  (títt) strax Trent 900-hreyfla með tilliti til gallans.

Ekki eru allar A380-þotur knúnar Rolls-Royce Trent 900 hreyflum. Þá er að finna á 20 þotum í eigu Qantas, Lufthansa og Singapore Airlines. Á 17 A380-þotum Air France og Emirates er að finna hreyfla frá öðrum framleiðanda, fransk-bandaríska fyrirtækinu (Engina) Engine Alliance.


mbl.is Smíðisgalli í Rolls Royce hreyflum A380-þotunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þrjú tonn á að koma frá Napóli"

Erlent | AFP | 21.10.2010 | 21:23

Reiði vegna ruslahaugs

Reiðir íbúar smábæjarins Boscoreale, sem er í grennd við Napólí á Ítalíu köstuðu grjóti að lögreglu og eyðilögðu sorpbíla í mótmælaskyni við áætlanir um að koma ruslahaugi fyrir í nágrenninu.

Ruslahaugurinn á að verða sá stærsti í Evrópu, hann á að rúma þrjú tonn af rusli sem aðallega á að koma frá Napólí.

Tuttugu lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og átta lögreglubílar voru skemmdir.Engar upplýsingar hafa borist um fjölda slasaðra í hópi mótmælenda.

Bæjarstjórinn í Boscoreale hefur ákveðið að skólar bæjarins verði lokaðir næstu tvo daga vegna óeirða.

-----

Skyldi hann aðallega verða ætlaður fyrir myglaðar loftkökur kannski?  :P


mbl.is Reiði vegna ruslahaugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hljómsveitin semsé að hætta?

Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 12.10. | 5:30

Þurrt land komið á vínyl með kóða á netið

Á morgun gefur Bloodgroup út síðustu plötu sína, Dry Land, á vínyl. Hún kom út á geisladisk í desember á síðasta ári.

Öllum seldum eintökum fylgir kóði svo hægt sé að nálgast stafrænt niðurhal af lögunum.

 

------

Fyrst að þetta var "síðasta" plata sveitarinnar, þá hlýtur hún að vera hætt störfum, eða a.m.k. hætt að gefa út plötur...

Nema skýringin sé kannski sú að blaðamaður hafi hugsað fréttina á ensku en skrikað fótur við yfirsetningu hennar yfir á íslensku með þeim afleiðingum að "latest" varð að "síðustu" í stað "nýjustu" :P


mbl.is Þurrt land komið á vínyl með kóða á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er áætlað að þessi árekstur muni standi lengi yfir?

Innlent | mbl.is | 8.8.2010 | 13:46

5-7 bíla árekstur

5-7 bíla árekstur er á Þjóðvegi 1 um Bólstaðarhlíð, við Bólu, rétt við Öxnadalsheiði.

Þjóðvegurinn er nánast lokaður af þeim sökum og má búast við því að það taka rúman klukkutíma að koma umferðinni af stað.

Lögregla á Sauðárkróki er með málið, er upptekin á vettvangi.

----------

Blaðamaður hjá Mbl.is er að skrifa fréttina, er upptekinn á vettvangi. Búast má við að það taka rúman klukkutíma að laga fréttina. :P

 


mbl.is 5-7 bíla árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkan hvað er áætlað að þessar birtingar muni eiga sér stað?

 Danir rifja upp myndband með Jóni
Innlent | mbl.is | 5.6.2010 | 12:09

Nýr borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gnarr, kemst hefur komist í fréttir margra erlendra fjölmiðla í dag, m.a. í Bretlandi og á Norðurlöndunum.

--------

 


mbl.is Danir rifja upp myndband með Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundúni ... ??

Hætt við nýja flugbraut á Heathrow
Erlent | AFP | 12.5.2010 | 14:09

"Fram kemur í samstarfssamningi Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, að umdeild áform um að leggja þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli við Lundúni."


Spurning hvort blaðamaður hafi ákveðið í skyndi að fara snemma í kaffi - og þá hætt skrifum í miðju orði og án þess að klára setninguna...

Væntanlega á setningin að enda á þá leið að þessi umdeildu áform hafi verið lögð til hliðar.


mbl.is Hætt við nýja flugbraut á Heathrow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan hvenær eru vagnar festir við teinana

"Vagnar losnuðu úr norskri járnbraut"

Bara svona að pæla - ætli Norðmenn hafi stundað það lengi að hafa lestarvagna fasta við járnbrautirnar? Á flestum öðrum stöðum tíðkast það nefnilega að láta vagnana, dregna áfram af dráttarvagni, ferðast eftir teinunum sem mynda járnbrautina.

Heppilegri titill hefði e.t.v. verið: "Vagnar losnuðu úr norskri járnbrautarlest".


mbl.is Vagnar losnuðu úr norskri járnbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband